Vinnsla
Gámarnir með skelinni eru fluttir að viðlegu þar sem þeir eru settir á rampa og hreinsun skeljarinnar með hreinum sjó hefst (síaður og UV-geislaður).
Sírennsli er á hreinsuðum sjó í gámana uns ljóst er að skelin hefur hreinsað sig af öllum þörungaeitrunum. Síðan er gámurinn fluttur að losunarbúnaði, hann tæmdur og vinnsla skeljarinnar hefst.
Smáskel er sekkjuð og sett út aftur til ræktunar uns hún hefur náð söluhæfri stærð. Vinnnsluhæf skel fer næst í hreinsikamba en þá er hún komin í söluhæft ástand sem fersk afurð. Á þessu stigi er ferskri skel pakkað eftir óskum kaupenda (t.d. sekkjun eða loftþéttar umbúðir.)
Skel til frekari vinnslu fer eftir kembun í hitameðferð þar sem Skel og vöðvi skiljast að. Vöðvinn er hreinsaður, flokkaður, lausfrystur og settur í pakkningar samkvæmt óskum kaupenda. Fullpökkuð afurð er svo geymd
í frystiklefa uns afskipun á sér stað.
Vel útbúnar rannsóknarstofur sjá um tvöfalt gæðaeftirlitskerfi. Gott gæðaeftirlit er forsenda að
framleidd afurð verði heilnæm matvara.
Skelin og harður úrgangur fer í kvörn og er malað í sandkornastærð og nýtt til mótsvægis við hækkandi sýrustigi sjávar í Norður-Íshafi í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun og Háskólann í Bergen.
- Skelin er tekin á öllum tímum ársins nema hrygningatíma.
- Reglubundin sýnataka á ástandi sjávar er gerð frá fyrsta degi, til dæmis til þess að fylgjast með þörungum og kadmíum.